Inngangur

Ís – frá örófi alda hefur þetta fyrirbæri náttúrunnar falið í sér eitthvað dularfullt og gefið ímyndunarafli manna byr undir báða vængi. Allt til dagsins í dag hafa eiginleikar íss sem efnis fyllt okkur undrun.
Í sögu mannkyns hefur skilningur og reynsla manna á ís sífellt verið að breytast. Jöklar takmörkuðu og ógnuðu tilveru manna í árþúsundir. Af þeim stafar kulda og þeir geta valdið dauða manna en jökulrof skildi líka eftir sig efni sem myndar mjög frjósaman og ákjósanlegan jarðveg fyrir þá sem stunda landbúnað.
Á nítjándu öld var sókn manna eftir uppgötvunum þrungin slíkri fórnfýsi að glitrandi ljóma hetjuskapar sló á ís heimskautanna. Þeirra, sem tókust á við áskorunina, beið frægð og heiður – eða ef til vill einmanalegur dauði.
Ísinn í heiminum, ísbreiðurnar umhverfis norður- og suðurheimskautin, hafa alltaf verið óhagganleg staðreynd sem felur í sér möguleika á nýrri ísöld – undirliggjandi ógn við tilveru manna á plánetunni.
Vísindalegar rannsóknir síðustu áratuga hafa breytt þúsund ára gömlum ótta við ís í ótta við ísleysi. Jöklar heimsins hopa með ógnvekjandi hraða, loftslag breytist og yfirborð sjávar hækkar. Loftslagsbreytingarnar hafa á ný vakið áhuga manna á jöklum og ís. Hafísinn í sjónum er nú til merkis um hversu óstöðugt hið viðkvæma jafnvægi loftslagsins, sem við á norðurhveli jarðar þökkum hagsæld okkar, er orðið.
Hins vegar er hrifning okkar og undrun yfir tign og fjölbreytileik íssins þegar hann rekur rólega fram hjá okkur í sinni hverfulu fegurð söm og áður.
Í sögu mannkyns hefur skilningur og reynsla manna á ís sífellt verið að breytast. Jöklar takmörkuðu og ógnuðu tilveru manna í árþúsundir. Af þeim stafar kulda og þeir geta valdið dauða manna en jökulrof skildi líka eftir sig efni sem myndar mjög frjósaman og ákjósanlegan jarðveg fyrir þá sem stunda landbúnað.
Á nítjándu öld var sókn manna eftir uppgötvunum þrungin slíkri fórnfýsi að glitrandi ljóma hetjuskapar sló á ís heimskautanna. Þeirra, sem tókust á við áskorunina, beið frægð og heiður – eða ef til vill einmanalegur dauði.
Ísinn í heiminum, ísbreiðurnar umhverfis norður- og suðurheimskautin, hafa alltaf verið óhagganleg staðreynd sem felur í sér möguleika á nýrri ísöld – undirliggjandi ógn við tilveru manna á plánetunni.
Vísindalegar rannsóknir síðustu áratuga hafa breytt þúsund ára gömlum ótta við ís í ótta við ísleysi. Jöklar heimsins hopa með ógnvekjandi hraða, loftslag breytist og yfirborð sjávar hækkar. Loftslagsbreytingarnar hafa á ný vakið áhuga manna á jöklum og ís. Hafísinn í sjónum er nú til merkis um hversu óstöðugt hið viðkvæma jafnvægi loftslagsins, sem við á norðurhveli jarðar þökkum hagsæld okkar, er orðið.
Hins vegar er hrifning okkar og undrun yfir tign og fjölbreytileik íssins þegar hann rekur rólega fram hjá okkur í sinni hverfulu fegurð söm og áður.