• Home
  • The Book
    • ÍSSÝNIR - Bókin
    • EISVISIONEN - Das Buch
    • VISIONS DE GLACE - Le Livre
  • Introduction
    • Íslenska - Inngangur
    • Deutsch - Einleitung
    • Francais - Introduction
  • Sample Pages
    • Title Page
    • Contents
    • In The Very Beginning
    • Page 14/15
    • Page 20/21
    • Page 44/45
    • Page 72/73
    • Page 86/87
    • Page 88/89
    • Page 92/93
    • Page 100/101
    • Page 102/103
    • Page 106/107
  • Jökulsárlón - Glacial Lagoon
    • Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
    • Jökulsárlón - Gletscherlagune
    • Jökulsárlón - Lagon glaciaire
  • Contact
    • Kaupa (only in Iceland!!!)
  • Links
  • Volcanic Eruption in the Glacier
  • Reviews
ICE VISIONS - The Book About Ice

Ljósmyndirnar í þessari bók eru frá Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er einn af þekktustu ferðamannastöðum á Íslandi. Lónið er við jaðar Breiðamerkurjökuls og hefur verið í stöðugri mótun frá því að það byrjaði að myndast á 4. áratugi síðustu aldar. Á þeim tíma fyllti jökullinn dældina sem nú myndar lónið. Dældin er hluti af djúpum dal sem ísaldarjökullinn gróf niður í berggrunninn og langt út á landgrunnið framan við núverandi strönd landsins. Þegar ísaldarjökullinn hvarf fylltist dalurinn með framburði undan jökli og myndaði Breiðamerkursand. Heimildir benda til þess að um landnám hafi verið hér búsældarlegt landslag.
Á litlu ísöld sem hófst á 14. öld og stóð yfir til loka 19. aldar gekk jökullinn fram, ruddi upp setlögunum sem höfðu hlaðist upp frá síðustu ísöld og tók af bæi og beitilönd.

Jökullinn tók að hopa upp úr 1890 og eftir 1934 byrjaði að myndast framan við hann lón í dældinni sem hann gróf á litlu ísöldinni. Vatnið í lóninu er að hluta til sjór sem streymir inn Jökulsána á flóði og snýst þá straumátt árinnar við. Þar sem sjórinn er hlýrri en jökulvatn hækkar hann hitastigið í lóninu umtalsvert sem, auk hlýnandi loftlags, flýtir fyrir bráðnun íssins. Breiðamerkurjökull heldur áfram að hopa – þrátt fyrir að framskrið hans sé u.þ.b. 250 m á ári – og Jökulsárlón stækkar með hverju árinu.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.