ÍS: Ég kann ekki að lýsa áhrifunum … á hvern flöt sló mismunandi birtu eftir eðli kvíslanna sem lágu gegnum ísinn. Þetta var sem glitrandi náma eðalsteina, einkum safíra og bláir geislar þeirra runnu saman við grænku smaragðsins. Hér og hvar stafaði af dásamlega mildum ópalbjarma sem gekk gegnum skæra bletti sem líktust logandi demöntum, geislabjartari en augað fékk afborið. (...)
„Hve fagurt, hve fagurt!“ hrópaði Conseil. „Já,“ sagði ég, „þetta er dásamleg sýn. Er það ekki, Ned?“ „Jú, fjandinn hafi það! Jú,“ svaraði Ned Land, „hún er stórkostleg! Það gerir mig brjálaðan að geta ekki annað en viðurkennt það. Enginn hefur nokkurn tímann séð neitt þessu líkt, en þessi sýn getur orðið okkur dýrkeypt. Og svo öllu sé nú til skila haldið, þá held ég að við séum hér að líta augum hluti sem Guð ætlaði aldrei nokkrum manni að sjá.“ Jules Verne, 20.000 mílur neðan sjávar, 1870 |
|